Seljubraut,
262 Reykjanesbær
Heimilisfang: | Seljubraut |
Staðsetning: | 262 Reykjanesbær |
Tegund: | Atvinnuhúsnæði |
Herbergi: | 0 |
Stærð: | 291 m2 |
Svefnherbergi: | 13 |
Baðherbergi: | 4 |
Uppsett verð: | 0 |
Stofur: | 1 |
Byggingarár: | 1956 |
NÁNARI LÝSING
Húseign kynnir til sölu glæsilegt gistiheimili að Ásbrú í Reykjanesbæ.
Bank guesthouse er búið 13 herbergjum,þar af 11 tveggjamanna, eitt þriggja manna og eitt 4ja manna.
Húsið er ca 300 fm auk rislofts, hugsanlegur möguleiki að bæta hæð ofaá húsið eða byggja við vegna stærð lóðar. Stór lóð ca 2.250fm.
Næg bílastæði. Góðar tekjur, lítill kostnaður.
Húsið er í góðu viðhaldi. Vel með farin eign.
Herbergin eru björt með góðri lýsingu með dimmer.
Nýleg rúm og dýnur ( rúm og botnar úr Betra bak og dýnur úr Rekkjunni) og 55 " sjónvörp í herbergjum sem og mini ísskápur.
Nýlegt lín, koddar og sængur fylgja ásamt öllum búnaði.
Falleg setustofa fyrir gesti. Ný hágæða tæki í eldhúsi.
Aðgangur að tölvu í setusal (27" appel talva)
Snjalllásar og sjálf innskráningar í herbergi. Sem sparar starfsmann. Stutt á flugvöll.
4 salerni eru í húsinu þ.a. 2 með sturtu.
Þvottahús er í húsinu með 3 þvottavélum og 3 þurkurum.
Sjálfafgreiðsla á vörum.
Góður tekjumöguleiki í bókunarvél.
Heimasíða, netföng og samningur við GODO og bókunarsíðu fylgir.
Bankahvelfing, fróðleiksherbergi.
Möguleiki á að taka íbúðareign uppí söluverð.
Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100.